Samstarf Heilsuleikskólans Suðurvalla og Stóru- Vogaskóla 2014-2014

Samstarfið byggist á því að brúa bilið milli leikskólans og grunnskólans. Markmiðið með því er að styrkja börnin í að takast á við þær breytingar sem verða þegar grunnskólaganga hefst. Á síðastliðnum árum hefur mikil samvinna verið milli Heilsuleikskólans Suðurvalla og Stóru-Vogaskóla og búið er að móta ramma sem samstarfið byggist á. 

Markmið samstarfsins eru:
 • Að skapa samfellu í námi barna milli skólastiga.
 • Að kennarar beggja skólastiga öðlist skilning á starfi hvers annars.

 • Að stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga, gera börnin örugg fyrir áframhaldandi skólagöngu.

 • Að börnin upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald leikskólans.

 • Að miðlun upplýsinga um hag barnanna milli skólastiga sé skilvirk með það í huga að tryggja velferð, menntun og þroska nemenda samkvæmt lögum um leikskóla og grunnskóla.  

Leiðir að markmiðum:
 •  Leik-og grunnskóla kennarar vinna saman að markmiðum.

 •  Samráð og gagnkvæmar heimsóknir barnanna eru markviss þáttur í starfinu.

 •  Elstu börn leikskólans fá góða kynningu á grunnskólanum, bæði að innan og utan.

 •  Elstu börn leikskólans fara í skipulagðar heimsóknir þar sem að þau kynnast dagskipulagi og innihaldi starfsins í grunnskólanum.

 • Nemendur í fyrsta bekk koma í skipulagðar heimsóknir í leikskólann.

 • Elstu börn leikskólans sækja íþróttatíma í íþróttahúsinu.

 • Haldinn er skilafundur að vori.
   
   
Yfirlit árið 2013-2014.
Haust 2014
Samráðsfundur um samstarf leik- og grunnskóla.
 

Kennarar beggja skólastiga mættu á fund þar sem dagsetningar og uppákomur voru ræddar. Tekið var mið af því sem hefur verið gert á undanförnum árum, starfið byggist á gagnkvæmum heimsóknum og samstarfi  kennara.  Á þessum fundi var ákveðið að þrjú til fjögur börn myndu koma í skólaheimsókn í einu og heimsóknir færu fram á mánudögum og þriðjudögum. Skólaheimsóknir byrja 12.mars og verða fram í apríl.  Rætt var um heimsókn fyrsta bekkjar í leikskólann yrðu 3. desember og 6. maí. Leikólabörnin senda boðskort í tilefni heimsóknanna og 1. bekkur svarar.  Leikskólinn bókar heimsókn með Svövu skólastjóra, þar sem hún tekur ámóti hópnum og kynnir starfssemi skólans. Leikskólinn fær tíma á bóksafninu og fær fræðslu um bókasafnið.

 
Haust önn-

Nóvember 2013 var unnið samvinnuverkefni, krakkar úr 1. bekk í Stóru- Vogaskóla og börn úr elstu deild leikskólans Suðurvalla unnu saman í hópum við bátasmíði. Rætt var við þau um fiskveiðar við ströndina í Vogunum og á Vatnsleysuströndinni og þeim sýndar myndir af bátum fyrr á tímum. Þau sáu einnig myndir af ýmsum farkostum á hafi við strendur Íslands og rætt var aðeins um hlutverk hvers og eins (skútur, trillur, skuttogarar, farþegaferjur, flutningaskip, hvalveiðiskip, varðskip…o.s.frv.) Eftir umræður var hafist handa við smíði á litlum báti og voru útgáfurnar eins margar og krakkarnir sem tóku þátt.

Þegar bátasmíðinni var lokið var haldin sýning á bátunum í Menningarmiðstöðinni Hlöðunni sem staðsett er í Minni-Vogum í Vogunum. Allir þeir sem tóku þátt í verkefninu og forstöðumenn stofnananna hittust föstudaginn 13. des kl: 10:00 til að opna sýninguna. Sýningin stóð út vikuna þar á eftir og var opin samkvæmt samkomulagi við forstöðumenn Hlöðunnar.   Verkefnið var unnið með það í huga að styrkja sambandið milli skóla og leikskóla í Vogunum og var styrkt af Menningarsjóði Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Haust og vor önn 2013/14

Elstu börnin fóru í íþróttir upp í íþróttahúsi einu sinni í viku. Þar æfðu þau sig í að virða reglur í íþróttahúsinu, klæða sig í íþróttaföt og efla kraft, styrk og þol.   

3. desember 2013
Fyrsti bekkur heimsækir leikskólann.

Miðvikudaginn 3. desember heimsótti fyrsti bekkur leikskólann en það er liður í að brúa bilið milli leikskóla og grunnskóla. Tilgangur heimsóknarinnar er að börnin fái tækifæri til þess heimsækja gamla skólann sinn, kennara og leikfélaga. Heimsóknin gekk mjög vel og elstu börnin fengu gott tækifæri til að kynnast börnunum í 1. bekk.  Gaman var fyrir alla að sjá hversu mikið fyrsti bekkur var búin að þroskast og læra mikið á stuttum tíma í skólanum.

Haust  2013          
Skoða skólalóðina.

Um haustið skoðuðu elstu börnin skólalóðina, rætt var um lóðarmörk og hvar má og  hvar má ekki leika sér í frímínútum. Vakin var athygli á skólabjöllunni sem segir til um hvenær börnin fara í og úr frímínútum. Rætt var við börnin um hvert má og má ekki fara á skólatíma og voru þau mjög áhugasöm um að læra þessar reglur. 

12. janúar  2014        
Elstu börnin í heimsókn í Stóru- Voga skóla.
 

Skólastjóri Stóru-Vogaskóla tók á móti börnunum, sýndi þeim skólann og sagði frá því sem þar fer fram. Mikið var um að vera og skoðaði hópurinn meðal annars, unglingadeildina og náttúrufræðistofuna og fengu að skoða í smásjá og fleira. Svava skólastjóri gaf þeim góða kynningu á því sem fer fram í skólanum. Að okkar mati var þetta mjög góð heimsókn fyrir elstu börnin sem undanfari heimsóknir inn í 1. bekk.  

 
12. mars til 8.apríl 2014
Skólaheimsóknir.

Mánudaginn 12. mars fór fyrsti hópurinn frá leikskólanum í grunnskólaheimsókn, en heimsóknirnar voru síðan á mánudögum og þriðjudögum.

Nemendurnir leikskólans fóru í litlum hópum með leikskólakennara í heimsókn í Stóru-Vogaskóla og voru heilan skóladag í 1. bekk.

 

Kl. 8:10 – var lagt af stað frá leikskólanum.

Kennari  og nemendur 1. bekkjar tóku á móti leikskólabörnunum. 

Farið var í kennslustundir, nesti snætt, (leikskólinn sá  um að útbúa nesti). Börnin prófuðu að fara út í frímínútur, tóku þátt í heimastofuverkefnum, stöðvavinnu og borðuðu hádegisverð í grunnskólanum.   Öll börnin fengu mjög góða innsýn í skólastarfið með þessum heimsóknum.

 

Heimsóknin veitir börnunum öryggi þau fá tækifæri til þess að upplifa og skoða það sem fer fram í skólanum, þau fá að læra á skolabjölluna og kynna sér salernisaðstöðuna en þessir litlu þættir skipta miklu máli fyrir öryggiskennd barnanna sem senn hefja grunnskóla göngu.

 

Þetta hefur verið fræðandi fyrir leikskólakennarana að fá að fylgja börnunum í grunnskólann, það veittir innsýn í skólastarfið og er því auðveldara að ræða við börnin um grunnskólagöngu sem er framundan.

 

Nemendum 1. bekkjar og kennara þeirra finnst þessar heimsóknir spennandi, skemmtilegar og uppbyggjandi. Nemendur fá að aðstoða félaga sína úr leikskólanum. Kynna fyrir þeim helstu atriði sem þeim finnst skipta máli í skólanum. Einnig aðstoða þau félaga sína hvað varðar verkefna- og stöðvavinnu í heimsókninni. Heimsóknin styrkir bæði nemendur 1.bekkjar og leikskólahópinn í heild.
1. bekkur upplifir sig sem dygga aðstoðarmenn og vilja að leikskólabörnin fái tækifæri á að kynnast og læra á allt í skólanum. ( það sem skrifað var um skólaheimsóknir áður)

10. apríl 2014

Nemendur í fyrstabekk buðu elstu börnunum að koma á forsýningu fyrir árshátíð skólans. Það var mjög skemmtilegt fyrir börnin að fá að taka þátt í undirbúningi skólans fyrir árshátíð skólans. Elstu börnin horfðu á atrið 1 til 3 bekks og skemmtu sér mjög vel.

06. maí 2014            
Vorhátíð 1. bekkjar og elstu barna leikskólans.

Þriðjudaginn 6. maí kom 1. bekkur Stóru-Vogaskóla í heimsókn í leikskólann. Dagskráin að þessu sinni var með þeim hætti að leikskólabörnin tóku á móti 1. bekk fyrir utan Staðarborg, kór leikskólans söng fyrir gesti og 1. bekkur söng fyrir elstu börnin að því loknu var krítað, andlitsmálning, leikur með fótbolta og fallhlíf, og margt fleira. Í lok heimsóknar var grillað fyrir börnin. Leikskólabörnin voru mjög spennt að fá 1. bekk í heimsókn. Í gegnum ferlið voru þau farin að mynda tengsl við börnin í 1. bekk sem veitir þeim aukið öryggi við upphaf skólagöngu, þar að auki finnst okkur kennurum leikskólans mjög skemmtilegt að hitta aftur okkar fyrri nemendur.

Að mati kennara 1. bekkjar heppnaðist heimsóknin mjög vel. Allur hópurinn lék saman og naut þess að vera sem heild á lóð leikskólans. Með þessum hætti þekkja bæði nemendur 1. bekkjar, kennarar og leikskólahópurinn hvort annað nokkuð vel. Samvinnan ýtir undir góð og sterk vinatengsl og stuðning við að stíga fyrstu skrefin í grunnskólagöngunni.
Upplifun nemenda hvað varðar síðari heimsókn er breytt frá fyrri heimsókn, í fyrri heimsókn er söknuður til staðar. Sum væru til í að vera ennþá í leikskólanum að hausti, en að vori er viðhorfið aðeins breytt. Þau upplifa sig þroskaðri og stærri og finnst þau varla þurfa að fara í leikskólaheimsókn – en þau hafa mjög gaman af því og njóta þess í botn að leika og hafa gaman. (Meira öryggi komið og ánægð með skólagöngu sína) ( það sem var skrifað áður um þessa heimsókn)

6.júní 2014
Skilafundur

Sérkennslustjóri leikskólans, deildarstjóri Staðarborgar og tilvonandi kennarar 1. bekkjar hittust og ræddu um barnahópinn og afhent voru gögn sem gætu vera gagnlegt fyrir velferð barnanna á næsta skólaári.

 
 
10.júní 2014
Lokafundur vetrastarfs

10 júní  funduðu kennarar beggja skólastiga og ræddu um samstarfið. Kennarar voru sammála um að samstarf vetrarins hafi gengið vel og að hafa sama hátt á næsta vetur. Allir voru samála um að koma á forsýningu fyrir árshátíð hafi verið skemmtileg viðbót.  Rætt var um aðkomu foreldra í aðlögunarferlinu milli skólastiga.  

 
 

Oddný Þóra Baldvinsdóttir leikskólakennari,

Hanna Lóa Jóhannsdóttir Deildarstjóri á Staðarborg og

Drífa Hjördís Thorstensen umsjónarkennari fyrsta bekkjar.

 
 


« júní 2019 »
M Þ M F F L S
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30