
Skólabókasafn
Forstöðumaður: Svava Bogadóttir
Starfsmaður: Elín Þóra Albertsdóttir
Markmið:
- að kenna nemendum að nota bókasöfn
- örva lestur
- tryggja auðveldan aðgang að safnkosti
- að nemendur geti fundið og notað upplýsingar á skilvirkan hátt
Bókasafnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð í skólanum og er um 100 fm að stærð. Vinnuaðstaða er fyrir 14.
Safngögn: Bókasafnið á rúmlega 14.000 bækur og einnig nokkurt úrval af hljóðbókum, mynddiskum og myndböndum. Safnkosturinn er skráður í landskerfi bókasafna, Gegni – www.gegnir.is
Bókasafnið veitir alla almenna þjónustu, s.s. útlán, upplýsingaþjónustu, aðstoð við heimildaleit o.fl.
Útlán:
Allir nemendur og starfsmenn skólans geta fengið lánaðar bækur og gögn af safninu.
Það er hægt að fá flestar bækur bókasafnsins að láni, en ýmsar handbækur eru einungis til notkunar á safninu.
Nemendur mega mest vera með þrjár bækur í láni í einu.
Útlánstími á bókum er 30 dagar. Í flestum tilfellum er þó hægt að fá framlengingu á láni.
Myndbönd, mynddiskar og kennsluleiðbeiningar eru einungis lánuð kennurum Stóru-Vogaskóla.
Hljóðbækur eru lánaðar nemendum sem eiga í lestrarörðugleikum.
Sá sem tekur bók að láni ber ábyrgð á henni. Ef hún týnist eða skemmist verður viðkomandi nemandi eða forráðamaður hans að bæta safninu bókina.
Nokkrar reglur:
Tökum tillit til annarra og göngum hljóðlega um safnið.
Förum vel með bækurnar og önnur safngögn.
Við setjum bækurnar aftur á sinn stað í hillu eftir að hafa skoðað og lesið.
Facebook síða lestrarfélagsins Baldurs má nálgast hér fyrir neðan