
Laust starf - bókavörður
Laus staða við bókasafnið í Vogum
Bókasafnið í Sveitarfélaginu Vogum, Lestrarfélagið Baldur, óskar eftir að ráða starfsmann á bókasafn í 50% starf. Bókasafnið er starfrækt í Stóru-Vogaskóla og er skólasafnið hluti af því.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Annast upplýsingagjöf og afgreiðslu.
- Móttaka og frágangur safnkosts.
- Leiðbeina og veita safngestum og nemendum aðstoð.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Áhugi og þekking á bókmenntum og útgáfu.
- Góð íslenskukunnátta, annað tungumál er kostur.
- Tölvukunnátta og færni í netnotkun.
- Nákvæmni, samviskusemi og góð samskiptafærni er nauðsyn.
- Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára.
- Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum.
- Ábyrgð og stundvísi.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi sveitarfélags við viðkomandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til 30. júní og skulu umsóknir berast á netfangið hilmar@vogar.is
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 440-6250/844-6764.