150 ára afmæli

Nemendaverndarráð Stóru-Vogaskóla

Nemendaverndarráð fjallar um og samræmir störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi sérkennslu, sálfræðiþjónustu og heilsugæslu. Nemendaverndarráð skólans starfar skv. lögum um grunnskóla 91/2008 og reglugerð 584/2010 sem tekur til starfshátta nemendaverndarráða við grunnskóla. Hlutverk þess er að samræma ýmsa sérfræðiþjónustu fyrir nemendur og vera stjórnendum til aðstoðar við gerð áætlana um skipulag og framkvæmd þeirrar þjónustu. Nemendaverndarráð fjallar um málefni nemenda sem lögð hafa verið fyrir ráðið.

Skila skal tilkynningum til nemendaverndarráðs til skólastjóra. Alltaf skal tilkynna forráðamönnum um að málefni nemenda séu send til ráðsins.

Nemendaverndarráð fundar hálfsmánaðarlega. Í því eiga sæti skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, sálfræðingur, námsráðgjafi, skólahjúkrunarfræðingur og kennsluráðgjafi fræðsluskrifstofu. Auk þess eru kennarar kallaðir til ef þörf er á.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School