
Skólasálfræðingur
Fræðsluskifstofa sinnir sálfræðiþjónustu fyrir Stóru-Vogaskóla.
Hlutverk skólasálfræðings felst í greiningu á vanda barna, ráðgjöf til foreldra og starfsfólks og stuðningsviðtölum fyrir börn. Til að óska eftir þjónustu skólasálfræðings er tilvísun fyllt út í samráði við umsjónarkennara barns og spurningalistum svarað. Tilvísanir berast Fræðsluskrifstofu og fara þar í ákveðið ferli áður en þær enda í höndum skólasálfræðings.
Algengast er að börnum sé vísað til skólasálfræðings vegna gruns um athyglisbrest og/eða ofvirkni, hegðunarvanda, þroskaskerðingu eða vanlíðan af einhverjum toga. Hvert mál er síðan unnið í samstarfi við foreldra og kennara viðkomandi barns.
Skólasálfræðingur Stóru-Vogaskóla er Atli Viðar Bragason og hefur hann viðveru í skólanum á miðvikudögum.