150 ára afmæli

Náms- og starfsráðgjafi

Hlutverk náms-og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda.  Námsráðgjafi vinnur með nemendum, forráðamönnum, kennurum, skólastjórnendum og öðrum starfsmönnum skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda. Námsráðgjafinn vísar á önnur úrræði sé þess þörf. Sá stuðningur sem námsráðgjafinn veitir hefur það að markmiði að aðstoða nemandann þannig að hann geti náð hámarks árangri í námi sínu.
Námsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hann er bundinn þagnarskyldu varðandi þær upplýsingar sem honum er trúað fyrir. Hann getur aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi viðkomandi veitt samþykki fyrir því eða ef námsráðgjafi telur að líf og/eða heilsa nemanda sé í húfi..
Aðstoð námsráðgjafa beinist að því að auka þekkingu nemenda á sjálfum sér, viðhorfum sínum, áhuga og hæfileikum þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi.
Samvinna milli nemanda og námsráðgjafa er grundvöllur þess að ráðgjöfin nýtist nemandanum.

Dæmi um vandamál sem hægt er að leita aðstoðar við eru:
námsleiði, erfiðleikar í námi, mætingar, vandamál í samskiptum við bekkjafélaga, kennara, vini eða fjölskyldu, stríðni, einelti, sorg, þunglyndi, kvíði, feimni og vímuefni.
Allir nemendur og forráðamenn þeirra eiga kost á að snúa sér til námsráðgjafa.
Ráðgjafi náms og starfa í vetur verður Jón Ingi Baldvinsson. Hann er með skrifstofu á móti bókasafninu og er til viðtals fyrir hádegi alla daga nema föstudaga. Hægt er að panta tíma hjá ritara skólans eða með því að hafa beint samband við Jón Inga. Nemendur skólans geta komið til námsráðgjafa á þeim tíma sem auglýstur er án þess að panta tíma.
 
Bestu kveðjur,
Jón Ingi Baldvinsson
Ráðgjafi náms og starfa
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School