150 ára afmæli

Skólasöngur Stóru-Vogaskóla

Lag: Bryndís Rafnsdóttir
Texti: Sigurður Kristinsson

Í Stóru Vogaskóla

gaman er að vera

alltaf glöð við mætum

þar er nóg að gera.

Allir læra að lesa

og líka skrifa á blað

ekki er hægt að finna

skemmtilegri stað.

 

Nú við syngjum saman

söng með glaða lund

því lífið á okkur kallar

eftir skamma stund.

Þá er gott að kunna

einkunnarorðin þrjú

og eftir þeim alltaf fara

bæði ég og þú.

 

Þetta er virðing, sem allir eiga að hljóta.

Þetta er vinátta, sem alltaf er til bóta.

Þetta er velgengni, sem allir eiga að njóta.

Ef við þetta munum, okkar ævi skeið 

::þá verður lífsins gata örugglega breið::

Hér má sjá þegar lagið er sungið á 140 ára hátíð skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School