18. desember 2020

Litlu jólin

Skemmtunin hefst með stofujólum kl. 10:00 þar sem hver nemandi mætir til umsjónarkennara í heimastofu. Frá kl. 10:05-10:15 verður skólastjóri með jólaávarp á Teams í öllum stofum.

Börnin mega koma með kerti að heiman og stöðugan kertastjaka. Stofujólin hefjast með því að kveikt er á kertum og kennari les jólasögu á meðan börnin borða saman. Nemendur mega koma með gos/djús og kökur eða sælgæti.

 

Að lokum er lukkupökkum dreift.

Þennan dag koma börnin með jólapakka (innihaldið má ekki kosta meira en 1000 kr). Gætið þess að gjöfin geti verið fyrir stelpu eða strák.

 

1.-4. bekkur eru einu bekkirnir sem munu dansa í kringum jólatréð í sal og syngja jólalög. Fyrst dansa 1.-2. bekkur á milli 11:00-11:15 og svo 3.-4. bekkur á milli 11:15-11:30.

 

Litlu jólunum lýkur kl. 11:30 og þar með hefst jólafrí í Stóru-Vogaskóla og Frístund.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School