Leyfi úr skóla

Ef óskað er leyfis fyrir nemendur úr kennslustund eiga foreldrar að hafa samband við skrifstofu skólans í síma: 440-6250, senda tölvupóst á skoli@vogar.is eða skrá einstaka tíma í Mentor

Ef nemandi þarf leyfi í meira en tvo daga snúa foreldrar sér til ritara/skólastjóra og fæst slík undanþága aðeins gegn skriflegri yfirlýsingu foreldris, á þar til gerðu eyðublaði, á eyðublaðinu verður foreldri að gera grein fyrir því hvernig staðið verði að námi barnsins á meðan á fjarveru stendur. Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að nemandi vinni það upp í námi sem hann missir á meðan á leyfi stendur.

Sé ekki leitað eftir undanþágu telst barnið fjarverandi án leyfis.

Vinsamlega notið það netfang sem skráð er í Mentor.
Athugasemd:

Athygli er vakin á því skv. 15.gr laga um grunnskóla frá 2008. Bera foreldrar eða forráðamenn ábyrgð á allri röskun á námi sem hlýst af leyfum frá skóla. Í lögunum segir: "Sæki foreldrar skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn í einstökum námsgreinum eða að öllu leyti er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu telji hann til þess gildar ástæður. Foreldrar skulu þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur."

ATH:Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn

Vinsamlega athugið að ef nemandinn er í 9. eða 10. bekk og stundar nám í framhaldsskóla þarf foreldri að hafa samband við viðkomandi skóla og óska eftir leyfi fyrir barn sitt.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School