Frístund 2023-2024

Í Stóru-Vogaskóla er boðið upp á dægradvöl sem heitir Frístund fyrir nemendur í 1.–4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og starfar hann frá kl: 13:00 til 16:00. Frístund er staðsett í Borunni við hliðina á íþróttamiðstöð Voga að Hafnargötu 17.

Umsjónarmaður: Linda Ösp Sigurjónsdóttir

Starfsmenn:   Erla Ösp Ísaksdóttir, Stefán Svanberg Kjartanson og Sigrún Ísdal

Símanúmer Frístundar: 855-6225 / 440-6225 frá 13:00-16:00 (linda.sigurjonsdottir@vogar.is)
Símanúmer ritara skólans: 440-6250 frá 7:40-15:30 (ritari@vogar.is)
Símanúmer Sveitafélagsins Voga: 440-6200 (skrifstofa@vogar.is)

 • Í Frístund er skipulögð dagskrá þar sem hugað er að frjálsum leik, útivist, listum, fræðslu og hreyfingu.
 • Byrja nemendur á útiveru fyrir utan Skólann milli kl: 13:00-13:40 og labba síðan upp í Boru í nesti.
 • Nemendur fá síðdegishressingu sem er útbúin af starfsfólki Frístundar í Borunni milli kl: 14:00-14:30.
 • Frístund er staðsett í félagsmiðstöð Borunnar við hliðina á sund- og íþróttamiðstöð Voga að Hafnargötu 17.
 • Mikilvægt er að foreldrar láti vita ef börnin forfallast, til starfsmanns Frístundar eða ritara skólans, einnig hægt að senda sms í farsíma Frístundar fyrir kl: 13:00.
 • Mikilvægt er að börn séu með viðeigandi klæðnað því frístundastarf er mikið útivið.
 • Frístund starfar einnig á svokölluðum skertum nemendadögum en er lokaður á starfsdögum og í vetrarleyfum skólans, t.d. jóla-, páska-og vetrarfríi.
 • Þegar sótt er um dvöl í Frístund þarf að fylla út umsókn rafrænt í gegnum íbúagátt sveitafélagsins eða hafa samband við skrifstofu sveitafélagsins í síma: 440-6200. Sótt er um fyrir hvert skólaár í senn. Ef vistunartíma er breytt skal gera það fyrir 15. hvers mánaðar, sama á við þegar um uppsögn er að ræða. En það fer einnig í gegnum íbúagáttina.
 • Tilkynna þarf sérstaklega, til umsjónarmanns Frístundar eða ritara skólans, um íþrótta-og tómstundastarf sem barnið þarf að sækja innan tíma frístundar. Skrifstofa Sveitarfélagsins Voga sér um innheimtu gjalda fyrir Frístund, inn á heimasíðu sveitafélagsins má sjá verðskrá fyrir gjaldárið.
 • Vogar
 • Saft
 • Heimili og skóli
 • Barnaheill
 • Grænfáninn
 • Mentor
 • Twinning School