Skólaráð Stóru-Vogaskóla

Á þessari síðu um Skólaráð Stóru-Vogaskóla er að finna eftirfarandi:

 1. Almennt um skólaráð
 2. Skipan skólaráðs
 3. Fundargerðir skólaráðs

Skólaráð

Samkvæmt grunnskólalögum skal nú starfa skólaráð við hvern grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélagsins um skólahald. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn: Tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annars starfsfólks, tveir fulltrúar nemenda og tveir fulltrúar foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð skipar síðan einn fulltrúa til viðbótar úr grenndarsamfélaginu.

Verkefni

Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Starfsáætlun skólaráðs

Skólaráð:

 1. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið,
 2. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar,
 3. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið,
 4. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda,
 5. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum,
 6. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað,
 7. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Skólaráð 2023-2024 er skipað eftirtöldum:

Hilmar Egill Sveinbjörnsson skólastjóri sem jafnframt stýrir starfi þess.  
Hannes Birgir Hjálmarsson fulltrúi kennara. 
Kristín Hulda Halldórsdóttir fulltrúi kennara.
Erla Ösp Ísaksdóttir fulltrúi almennra starfsmanna.
Særún Jónsdóttir fyrir hönd grenndarsamfélagsins.
Kristín Eva Harðardóttir og Manassa Qarni fulltrúar foreldra.
Friðjón Ingi Davíðsson og Örlygur Svanur Aðalsteinsson fulltrúar nemenda

Fundir:

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

 • Vogar
 • Saft
 • Heimili og skóli
 • Barnaheill
 • Mentor
 • Twinning School