
Fréttir
Tónleikar í matartíma
Miðvikudaginn 11.maí spiluðu og sungu nokkrir nemendur úr Tónlistarskólanum í matartíma nemenda við góðar undirtektir. Virikilega skemmtilegt og stóðu þau sig mjög vel...
Lesa meira1.bekkur í heimsókn á leikskólann of fleira
Leikskólinn bauð 1. bekkingum í heimsókn í vikunni, en heimsóknin er liður í samstarfi leikskóla og grunnskóla til að brúa bilið milli skólastiga. Veðrið lék við okkur, grillaðar voru pylsur og litið uppúr bókunum. Undanfarið hafa fyrstu bekkingar verið að taka fyrstu skrefin í forritun með aðstoð vélmennisins DOC og hafa haft mjög gaman af....
Lesa meiraKörfuboltaleikur nemendur vs kennarar
Hefð hefur skapast að árlega keppa kennarar á móti nemendum 10.bekkjar í körfubolta. Skemmtu allir sér konunglega í hörkuleikjum en staðan endaði þannig að kennarar unnu báða leiki...
Lesa meiraErasmus+ - nemendur frá Frakklandi í heimsókn
Nemendur í 10. bekk hafa tekið þátt í verkefni á vegum Erasmus+ sem hófst 2019 en vegna Covid faraldurs tafðist verkefnið verulega. Þráðurinn var tekinn upp að nýju á þessu ári og verkefnið verður klárað nú í sumar. Stóru-Vogaskóli er einn þriggja samstarfsskóla í verkefninu, hinir eru frá Pornic í Frakklandi og Battipaglia á Ítalíu. Heimsóknir mil...
Lesa meira3 sætið í Gettu enn betur
Skólinn keppti í Gettu enn betur í gærkvöldi og hrepptu 3 sætið í keppninni á móti Myllubakkaskóla Nemendur sem kepptu fyrir hönd skólans voru Ingibjörg Lára Sigurðardóttir, Logi Friðriksson og Ólafur Már Pétursson Til hamingju...
Lesa meiraLeikskólinn í heimsókn
Í vikunni kom skólahópur leikskólans í heimsókn og var það heldur betur skemmtileg tilbreyting en lítil hefur verið um heimsóknir í vetur vegna aðstæðna. Sumir lærðu myndmennt, aðrir fóru í dótaval og svo fóru allir saman í hádegismat og frímínútur. Það verður gaman að fá þennan flotta hóp í skólann okkar í haust....
Lesa meiraGeðlestin
Nú á dögunum fékk unglingastig heimsókn frá Geðlestinni sem er geðfræðsla fyrir nemendur. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Þau eru á hringferð um landið og er markmiðið að heimsækja allar unglingadeildir grunnskóla landsins auk framhaldsskóla. Verkefnið er styrkt af félagsmála- og heilbrigðisráðuneytunum...
Lesa meiraBekkjarkeppni - stóra upplestrarkeppnin
Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.b. Þann 25. mars fór bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Stóru-Vogaskóla. Eftir frábæran lestur nemenda á sögunni Kennarinn hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur og völdum ljóðum eftir Kristján frá Djúpalæk, settust dómarar keppninnar yfir það vandasama hlutverk að velja þá þrjá sem munu ke...
Lesa meiraÍþróttadegi frestað
Áætlað var að halda íþróttadaginn hátíðlegan föstudaginn 11.mars Vegna veikinda starfsmanna frestast hann um óákveðinn tíma Verður hefðbundinn kennsludagur þann daginn...
Lesa meira1.b verkefni
Í febrúar vann 1. bekkur með Ísland í náttúrufræði. Þau lærðu um náttúru Íslands, landsfræði og áhugaverða staði og afraksturinn má sjá á veggnum við stofuna þeirra...
Lesa meira