Sameiginlega ábyrgðin

 

Foreldrar og skóli bera sameiginlega ábyrgð á að nemendur fái eins góða skólagöngu og mögulegt er. Ef samstarf á milli skóla og heimilis er ekki vel virkt, er ekki mögulegt að skapa nauðsynlegar forsendur fyrir að einstakir nemendur geti þróað sína hæfileika til fullnustu. Samt er það þannig að skóli og heimili bera ekki sömu ábyrgð á öllum atriðum skólastarfsins. Það eru ákveðin atriði sem foreldrar bera höfuðábyrgð á og önnur atriði sem skólinn ber höfuðábyrgð á.

Þetta er á ábyrgð foreldranna

Að nemendur eru tilbúnir til að taka á móti kennslu. Þetta þýðir t.d.

  • að vakna tímanlega og að mæta á réttum tíma
  • að borða góðan morgunmat
  • að fylgja eftir heimanámi
  • að kunna mannasiði
  • að innræta jákvætt hugarfar
  • að vera vel nærðir á sál og líkama
  • að trufla ekki kennslu
  • að óútkljáð vandamál komi ekki inn í skólann
  • að tala saman um skólann/kennsluna á jákvæðan hátt
  • að temja nemandanum jákvætt viðhorf til náms
  • að nemendur fái hvatningu heima

Að styðja við skólagöngu nemenda á virkan máta. Það þýðir t.d.

  • að mæta á viðburði í skólanum
  • að sjá til þess að nemandinn læri á ákveðnum tíma og komi vel undirbúinn
  • að fylgjast með heimanáminu og aðstoða við heimalestur
  • að leggja til kunnáttu og miðla reynslu með virkri þátttöku
  • að styðja við beiðnir sem skólinn sendir á foreldra
  • að foreldrar sýni góða fyrirmynd í leik og starfi
  • að hafa hag nemandans fyrir brjósti og að hann fái þá aðstoð sem hann á rétt á
  • að vera í góður sambandi við starfsfólk skólans
  • að tala jákvætt um skólann og starfsfólk
  • að taka á neikvæðum athugasemdum með réttlæti og hlusta
  • að sýna viðfangsefnum nemenda áhuga

Að stunda uppbyggjandi og jákvæða samvinnu með skólanum. Þetta þýðir t.d.

  • að taka virkan þátt í starfi skólans
  • að foreldrar séu virkir í foreldrafélaginu
  • að mæta á foreldrafundi
  • að foreldrar taki þátt í félagslífi nemandans
  • að tala vel um skólann þegar nemandinn heyrir, alltaf
  • að nemendur beri virðingu fyrir eigum skólans og annarra
  • að upplýsa um gildi náms
  • að láta vita ef vel er gert
  • að láta vita ef betur má fara
  • að vera í góðu sambandi við kennara og annað starfsfólk
  • að muna að skólinn er sameign samfélagsins og því samábyrgð okkar allra

Að vinna með í að nemendur og kennarar hafi góð samskipti í skólanum. Það þýðir t.d.

  • að tala jákvætt um skólastarfið. Gæta þess sem sagt er við nemendur um skólann og starfsfólk hans
  • að kenna umburðarlyndi
  • að kenna kurteisi og virðingu fyrir ólíkum skoðunum
  • að kenna að rökstyðja mál sitt
  • að viðhafa kurteisi í samskiptum við skólann, foreldrar eru fyrirmynd
  • að vera með í undirbúningi uppákoma
  • að vera í góðu sambandi við kennara
  • að nemendur trufli ekki kennslu, heldur séu fróðleiksfús
  • að nýta viðtalstíma
  • að nota Mentor skipulega

„Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur og við tölum við aðra eins og við viljum að aðrir tali við okkur.“

Þetta er á ábyrgð skólans

Að kennslan sé eins góð og mögulegt er. Þetta þýðir t.d.

  • að kennarar séu fagmenntaðir og hafi metnað í starfinu
  • að kennarinn sé stundvís og vel undirbúinn
  • að kennarar þekki helstu frávik þroskaraskana og vanda sem nemendur geta átt í
  • að mæta þörfum ólíkra einstaklinga
  • að fylgjast með og nýta sér tækninýjungar
  • að stuðla að jákvæðu og uppbyggjandi starfsumhverfi
  • að skólastjórnendur fylgi eftir að kennarar nýti sér nýjar kennsluaðferðir, endurmenntun, kennsluefni
  • að kennslan sé nemendamiðuð, ekki kennaramiðuð
  • að nemendur fái nám við hæfi hvers og eins
  • að kennarar sinni einstaklingsmiðuðu námi
  • að nemendur fái jákvæða endurgjöf á verkefni sín
  • að stjórnendur styðji starfsliðið svo hægt sé að ná því besta frá hverjum og einum
  • að kennarinn noti fjölbreyttar kennsluaðferðir, kennslugögn og gangi úr skugga um að nemandinn skilji hvað sagt er
  • að kennsluumhverfið sé opið, þ.e. ekki hver í sínu horni, heldur að kennarar, stjórnendur og foreldrar leggi sitt af mörkum til að miðla reynslu og þekkingu
  • að einbeita sér að fáum þróunarverkefnum í einu, mikið rót og breytingar virka illa á nemendur og starfsfólk
  • að það sé heildarstefna í uppbyggingu námsins sem nær í gegnum öll þrjú stig skólastarfsins

Að leggja sitt af mörkum til að nemendur og kennarar hafi góð samskipti í skólanum. Þetta þýðir t.d.

  • að bera virðingu hvert fyrir öðru, starfsfólk sýni gott fordæmi
  • að starfsfólk skólans beri virðingu fyrir störfum hvers annars, öll störf eru hlekkir í sömu keðjunni sem aldrei verða sterkari en veikasti hlekkurinn
  • að nemendur og starfsfólk temji sér virðingu í öllum sínum samskiptum hvort sem það er vegna jákvæðrar eða neikvæðrar hegðunar. Öskur eru ekki samskipti og ættu með öllu að vera bönnuð því þau leiða aðeins til neikvæðni og spennu manna í milli
  • að stjórnendur sjái til þess að starfsfólk búi yfir færni í mannlegum samskiptum
  • að kennari sýni nemendum virðingu og hvetji þau áfram
  • að agamál séu tekin föstum tökum
  • að sýna jákvætt viðmót og hlusta
  • að upplýsingastreymi sé gott á milli heimilis og skóla
  • að kennarinn leiti lausna þegar eitthvað bjátar á og sætti ólík sjónarmið
  • að kennarinn sé geðgóður og hafi kímnigáfuna í lagi og láti ekki pirring bitna á nemendum
  • að koma á menningu jákvæðra samskipta í öllu skólastarfinu, slíkt er í samræmi við einkunnarorð skólans
  • að samveran í skólanum er í samræmi við grundvallarreglur skólans

Að stunda uppbyggjandi og jákvæða samvinnu með heimilunum. Þetta þýðir t.d.

  • að nýta Mentorinn
  • að starfsmenn svari tölvupóstum
  • að skólinn gefi út samskiptareglur og kynni fyrir foreldrum
  • að heimilið og skólinn sameinist um að styrkja nemandann sem einstakling
  • að heimilið fái stuðning og leiðbeiningar varðandi hag nemandans
  • að upplýsa foreldra um kröfur kennarar í námsgreinum
  • að kennarar séu vel upplýstir um námsörðugleika og líðan nemenda
  • að láta vita þegar vel gengur
  • að vera með uppbyggilega/fræðandi/uppeldislega fyrirlestra
  • að virkja foreldra til þátttöku í skólastarfi
  • að funda reglulega með foreldrafélaginu
  • að hlusta á skoðanir heimilanna
  • að bjóða foreldra velkomna til þátttöku og senda skýr skilaboð að þeir séu alltaf velkomnir, ekki bara á fyrirfram ákveðnum dögum. Gott að vita að maður er velkominn
  • að virða frávik og óvæntar uppákomur sem geta orðið hjá heimilunum
  • að setja starfsdaga framan eða aftan við frí nemenda

Að vinna með í að nemendur og kennarar hafi góð samskipti í skólanum. Það þýðir t.d.

  • að upplýsingaflæðið sé óhindrað
  • að kennari gefi skýr fyrirmæli
  • að skapa menningu jákvæðra samskipta
  • að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sýni virðingu og jákvæð samskipti
  • að virða sjónarmið nemenda
  • að vera jákvæður gagnvart öllum nemendum
  • að beita virkri hlustun
  • að nemendur læri að hlýða boðvaldi kennara og beri virðingu fyrir því að kennarinn verður að stýra starfinu til að hægt sé að stunda námið af kappi

„Við komum fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur og við tölum við aðra eins og við viljum að aðrir tali við okkur.“

 

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School