ART

ART er skammstöfun fyrir Aggression Replacement Training. ART er aðferð til að hjálpa börnum og fullorðnum að bæta félagsfærni, læra að stjórna reiði sinni, efla siðferðisþroska og draga úr árásargjarnri hegðun.

ART er vel afmörkuð og árangursrík aðferð til að draga úr erfiðri hegðun hjá börnum og ungu fólki t.d. þeim sem greinst hafa með ýmiskonar þroskaraskanir, ofvirkni og alvarlegar atferlistruflanir. Kennslan byggir mikið á hlutverkaleikjum þar sem nemendur setja sig í ákveðnar aðstæður sem þau þekkja mjög vel og reyna að vinna jákvætt úr þeim aðstæðum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School