Riddaragarður

Í Riddaragarði er markvisst unnið með nemendur sem þurfa á sérstöku skólaúrræði að halda vegna hegðunarfrávika og þarfa fyrir markvissa atferlismótun. Þar sjá kennarar um kennsluna og er námskrá fylgt þar sem hægt er en einnig vinna nemendur samkvæmt einstaklingsnámskrá eftir þörfum. Samhliða þessu starfi verður foreldrum veitt ráðgjöf og fræðsla um hvernig eigi að takast á við vanda barnanna heima fyrir.

Markmið Riddaragarðs eru:

  • að veita nemendum með sérþarfir námsumhverfi, námshvatningu og atferlismótandi umhverfi,
  • að hvetja nemendur til jákvæðra samskipt og gera skólagönguna árangursríka og ánægjulega,
  • að nemendur geti tekið fullan þátt í skólastarfi og sýnt ábyrga hegðun í leik og starfi,
  • að auka þátttöku þeirra í almennu bekkjarstarfi.

Markmið Riddaragarðs er að gera nemendur hæfari til að stunda nám í almennum bekkjum.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School