Saga skólans í 150 ár

Árið 2022 eru merkileg tímamót í skólasögu sveitarfélagsins en þá var minnst 150 ára skólahalds í Sveitarfélaginu. Af því tilefni tók Þorvaldur Örn Árnason saman 50 þætti um sögu skólans. Þorvaldur er fyrrum náttúrufræðikennari við Stóru-Vogaskóla. Afmælisdagurinn er 12. september.

Haustið 1872 tók “Thorchillii Barnaskólinn í Vatnsleysustrandarhreppi” til starfa hér í Sveitarfélaginu Vogum sem þá hét Vatnsleysustrandarhreppur og náði einnig yfir Njarðvík.

Nafnið festist þó ekki við skólann, heldur var hann kallaður Suðurkotsskóli, enda byggður í landi Suðurkots í Brunnastaðahverfi. Seinna (nálægt 1930) breyttist nafnið í Brunnastaðaskóli og þegar skólahald var síðan flutt í Voga árið 1979 fékk skólinn núverandi nafn, Stóru-Vogaskóli, enda byggður í túni höfuðbýlisins Stóru-Voga.


  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School