Skólaakstur

Nokkrir nemendur í Sveitarfélaginu eru búsettir á Vatnsleysuströndinni og eiga því rétt á skólaakstri. Sveitarfélagið Vogar útvegar bifreið til skólaaksturs og skal sjá til þess að bifreið sú er notuð er til skólaakstursins uppfylli öll ákvæði laga, reglugerða og settra reglna um gerð, búnað og merkingu sem í gildi eru á hverjum tíma.

Daglegur skólaakstur er, samkvæmt skólaakstursáætlun sem skólastjóri vinnur í upphafi hvers skólaárs, í samræmi við kennsluskipan og aðrar þær þarfir nemenda fyrir akstur sem samkomulag er um að uppfylla.

Bílstjóri skal kappkosta að gera hverja ferð sem þægilegsta fyrir farþega sína og halda áætlun eins og kostur er. Virða ber ákvarðanir skólayfirvalda um komutíma skólabíls að og frá skóla. Bílstjóri má ekki sinna einkaerindum með skólabörn í bílnum né láta slík erindi seinka skráðri brottför skólabíls.

Sjá nánar í reglum um skólaakstur

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School