Skólareglur og agabrot

 

Skólareglur

  • Verum stundvís
  • Verum kurteis
  • Verum góð við hvert annað
  • Göngum vel um
  • Leikum og spjöllum á skólalóðinni
  • Borðum hollan mat
  • Notum ekki rafrettur, tóbak eða önnur vímuefni
  • Hlítum verkstjórn starfsfólks

Nánari skilgreining á skólareglum Stóru-Vogaskóla

Við nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla viljum taka þátt í að skapa öruggt og notalegt námsumhverfi í skólanum. Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum. Við erum góð hvert við annað. Við ræktum með okkur metnað til að gera vel í hvívetna. Við berum ábyrgð á gjörðum okkar og erum tilbúin að bæta fyrir þau mistök sem við gerum.

  • Við mætum stundvíslega í skólann og komum með þau námsgögn sem til þarf.
    Ef við komum of seint komum við hljóðlega inn og biðjumst afsökunar. Ef okkur vantar námsgögn megum við búast við að vera send eftir þeim, með leyfi foreldra.
  • Við sýnum öðrum kurteisi, virðingu og tillitssemi og hlýðum öllu starfsfólki skólans.
    Við biðjumst afsökunar ef við brjótum þessa reglu.
  • Við líðum ekki ofbeldi, einelti, hrekki eða slagsmál í skólanum og látum vita ef okkur sjálfum eða öðrum líður illa.

Sjá viðbragðsáætlun.

  • Við göngum vel um bæði úti og inni og forðumst hlaup og hávaða innan dyra.
    Við bætum það tjón sem við völdum á eigum annarra.
  • Við förum ekki út af skólalóðinni í frímínútum nema með leyfi foreldra.

Ef nemandi brýtur ítrekað gegn þessu getur hann átt von á að vera vísað til skólastjórnenda. Athugið þó að nemendur á unglingastigi geta fengið skriflegt leyfi frá foreldrum til að skreppa heim á skólatíma og gildir það þá fyrir skólaárið.

  • Við notum reiðhjól, línuskauta og hjólabretti eingöngu á brettasvæðinu skólalóðinni á skólatíma. Nemendur skulu nota hjálm og annan hlífðarbúnað. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á reiðhjólum, línuskautum, hjólabretti og öðrum búnaði.

Ef við brjótum þessa reglu megum við búast við að hjólin okkar/leiktækin séu gerð upptæk og afhent foreldrum.

  • Við köstum ekki snjó nema á ákveðnum svæðum á skólalóðinni.
  • Við gætum þess að neyta hollrar fæðu í skólanum. Sælgæti, gos- og orkudrykkir leyfast ekki, nema með leyfi kennara.

Sælgæti, gos- og orkudrykkir verður gert upptækt.

  • Við notum ekki rafrettur, tóbak eða önnur vímuefni.

Ef vart verður við slíkt er nemanda vísað til skólastjóra þar til foreldri sækir hann.

  • Við höfum slökkt á farsímum í kennslustund og skulu símar ekki vera sýnilegir nema með leyfi kennara. Mynd og hljóðupptökur eru ÁVALLT óheimilar nema með samþykki viðkomandi. Farsímanotkun er með öllu óheimil í búningsklefum og íþróttasal.

Ef vart verður við slík tæki í tímum verða þau gerð upptæk og höfð í vörslu skólans þar til foreldri/forráðamaður sækir þau. Brot á þessum reglum geta verið kærð til lögreglu.

  • Við ítrekuð brot á þessum reglum geta nemendur átt von á því að þeim sé ekki treyst til að fara í ferðir á vegum skólans nema í fylgd foreldra.

 

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School