Dagur íslenskrar tungu
Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í Stóru-Vogaskóla í tilefni af fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar (1807-1845) þann 16. nóvember.
Nemendur og starfsfólk kom saman í Tjarnarsal þar sem skólastjórinn ávarpaði viðstadda. Fór hann yfir mikilvægi íslenskunnar og læsi almennt. Að sjálfsögðu var farið yfir æviágrip Jónasar í stuttu máli og nýyrðasmíð hans, sem í dag er samofið íslensku máli eins og gefur að skilja. Af miklum fjölda nýyrða á sínum tíma má nefna AÐDRÁTTARAFL, HITABELTI, SJÓNARHORN, VETRARBRAUT, ELDSUMBROT, BRINGUSUND, FJÖLBREYTTUR, HAGAMÚS, LAMBASTEIK, KENNSLUGREIN, SUNDKENNSLA.
Litla og Stóra upplestrarkeppnin var sett og fór skólastjóri yfir að nú sé formlegur undirbúningur fyrir keppnirnar hafinn. Nemendur í 3. bekk sungu lagið „Á íslensku má alltaf finna svar.“ Og að lokum sýndu nemendur í smiðjum stutt myndband í tilefni dagsins.
Því næst fóru nemendur í sínar stofur og unnu áfram með verkefni tengd „Degi íslenkrar tungu“.








