1. bekkur heimsækir leikskólann
Góð samvinna er á milli leikskólans og skólans, börnin hittast nokkrum sinnum á skólaárinu. Nýverið fór 1. bekkur í heimsókn í leikskólann þar sem börnin hittu “gamla” skólafélaga sína og áttu með þeim skemmtilegan dag. Allir sungu saman nokkur vel valin lög við gítarspil Heiðu. Farið var í útileiki, á þrautabraut, boðið var uppá andlitsmálningu, krítuð listaverk og parísar, nokkrir bjuggu til hreiður fyrir grágæsina og settu allskonar skraut í það. Sumir voru sérstaklega áhugasamir um skordýr, fundu nokkur slík og bjuggu þeim bæ í stórum steini. Að lokum var öllum boðið að borða grillaðar pylsur. Skólabörnin héldu ánægð og glöð í skólann sinn að lokinni vel heppnaðri heimsókn.