1. og 8. bekkur á sal s.l. föstudag
Föstudaginn 20. febrúar voru það 1. og 8. bekkur sem sáu nemendum fyrir skemmtiatriðum á sal. Nemendur 8. bekkjar voru mest með leiki sem lukkuðust ágætlega og einnig spreyttu nemendur sig á að syngja lag ársins 2008 - Þú komst við hjartað í mér. Fyrsti bekkur flutti fjölbreytta dagskrá sem lauk með ljómandi fallegum sellóleik.