10. bekkur safnar fyrir lokaferð
Nú á næstu dögum mun 10. bekkur fara af stað í lokasöfnun fyrir lokaferð sinni. Þau hafa verið að safna í vetur fyrir tveggja daga ferð í Skagafjörðinn, þar sem þau munu m.a. fara í klettaklifur, flúðasiglingu, á hestbak, paintball o.fl. Í þessari síðustu söfnun munu þau ganga í hús og selja lakkrís og bók.
Bókin heitir „Má ég vera memm?“ og fjallar um einelti. þetta er lítil og sæt saga af stelpu sem er að byrja í skóla. Fjóla er rosalega spennt en ekki fer allt eins vel og hún hafði vonað, því í skólanum á Fjóla enga vini. Góð bók fyrir bæði þolendur eineltis og gerendur eineltis, gefur góðan skilning á hvernig fórnarlambi eineltis líður! Góður boðskapur sem hvetur fólk til þess að gefa öllum tækifæri því þú veist aldrei hvað manneskjan hefur uppá að bjóða.