15. október 2012

140 ára afmæli Stóru-Vogaskóla

 

 

Í haust eru 140 ár síðan skólahald hófst við Vatnsleysuströndina! Í tilefni af því munum við næstu daga vinna ýmis verkefni tengd stórafmælinu.

Fimmtudaginn 18.október bjóðum við síðan fyrrverandi nemendum, foreldrum og gestum til veislu kl.12-13

Á dagskrá verður m.a.:

·         Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Stóru-Vogaskóla
·         Ávörp og erindi
·         Sýning á afrakstri nemenda frá þemadögum
·         Tímalína á göngum skólans þar sem má sjá merkisatburði, innlenda sem erlenda
·         Gamlar myndir og myndbandsupptökur
·         Veitingar
Um kl.14 verða hringborðsumræður með Árna Daníel Júlíussyni sagnfræðingi sem skráð hefur sögu skólans

Nemendur og starfsfólk Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School