5. febrúar 2010

2. bekkur á sal 5. febrúar 2010

2. bekkur sá um mjög fjölbreytta dagskrá í dag í Tjarnarsal. Dagskráin byrjaði á því að þrjár stúlkur sungu hinn þekkta sálm Í bljúgri bæn og var það mjög vel gert hjá þeim. Einn drengjanna söng frægt Michael Jackson lag við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Meginuppistaða dagskráninnar var byggð upp í kringum heilræðavísur Hallgríms Péturssonar og áður en farið var með sjálfar vísurnar sagði hópurinn frá ýmsum merkum atvikum úr lífi skáldsins. Er óhætt að segja að frammistaða nemendanna var með miklum ágætum. Eins og venjulega voru fjölmargir foreldrar og önnur skyldmenni mætt til að fylgjast með.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School