26. febrúar 2009

2. bekkur sér um skemmtiatriði á sal á morgun

2. bekkur á sal

Föstudaginn 27. febrúar er komið að 2. bekk að sjá um skemmtiatriðin í Tjarnarsal. Það er von á góðri skemmtun undir stjórn Írisar umsjónarkennara. Búið er að æfa mikinn söng og er reiknað með að salurinn taki hressilega undir. Einnig mun Þorvaldur stjórna fjöldasöng þannig að tónlistin fær verulega að njóta sín þennan daginn. Þá hefur verið sett upp sýning í salnum þar sem sýnd verða verk nemenda skólans sem þeir hafa unnið í tölvum. Það er því rík ástæða fyrir aðstandendur nemendanna að koma í heimsókn.

Samveran hefst kl. 08:40 og stendur til 09:10

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School