3. -17.nóv
Kæru foreldrar/forráðamenn
Á morgun þriðjudag 3. nóvember hefjum við skólstarf eftir breyttum og hertum sóttvarnarreglum. Aðgerðinar eru til og með 17. nóvember.
• Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 8:00 -13:00. Þeir eru undanþegnir grímuskyldu og fjarlægðartakmörkunum og getum við því boðið þeim upp á nokkuð hefðbundið skólastarf. Ekki verða kenndar íþróttir og sund en nemendum boðið upp á hreyfingu daglega. Nemendur mæta með nesti og fá hádegismat eins og venjulega. Frístund verður á sínum stað frá kl. 13:00-17:00.
• 5.-10. bekkur mæta kl. 8.00 – 11:00 með grímur. Skipulag er breytt á eldra stigi með áherslu á bóklegar greinar og aukið heimanám. Nemendur mæta með nesti en ekki verður boðið upp á hádegismat.
• Nemendur mæta inn um sína innganga og grímuskylda er í skólabíl.
• Gestakomur í skóla eru óheimilar og foreldrar koma ekki inn í skólabyggingu heldur afhendi börn sín við útidyr í viðkomandi starfshólfi.
• Á heimasíðu Stóru-Vogaskóla eru uppfærðar fréttir sem og í tölvupósti.
Kær kveðja, stjórnendur