13. nóvember 2018

4. bekkur í Norrænahúsinu

 

4. bekkur í Norrænahúsinu

4. bekk var á dögunum boðið í Norrænahúsið. Þar var sýningin barnabókaflóð sem er einskonar ævintýraleiðangur fyrir allskonar krakka og byggir hún á virkri þáttöku barnanna. Rithöfundurinn og teiknarinn Kristín Ragna Gunnarsdóttir tók á móti okkur í kjallara Norrænahússins sem var búið að skreyta í tilefni 50 ára afmæli hússins og leiddi hún okkur í gegnum skemmtilegan ævintýraheim. Sjálfur Miðgarðsormurinn leiddi svo börnin í skapandi ferðalag úr einu rými í annað. Ferðalangarnir bjuggu sér til vegabréf í byrjun sem þeir stimpla í á hverjum viðkomustað og leystu ýmis verkefni persónusköpun, sögugerð, ljóð og sögusvið. Þau mátuðu búninga, sigldu í víkingaskipi, fóru inn í myrkvaðan helli og skemmtu sér konunglega. Þetta var vel heppnuð sýning og skemmtilegt að fá að taka þátt, en sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Allir fóru heim sáttir og glaðir eftir vel heppnaðan dag.

Hægt að sjá fleiri myndir HÉR

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School