28. maí 2009

5. bekkur í námsferð í Alviðru og við fornleifagröft í Höfnum

Þann 25. maí fóru nemendur 5. bekkjar í Stóru-Vogakóla suðrí Hafnir að fylgjast með fornleifauppgreftri með leiðsögn fornleifafræðings. En  árið 2002 fundust rústir af landnámsskála austan við Kirkjuvogskirkju í Höfnum. Með sýnum sem tekin voru úr langeldi (eldstæði í gólfi skálans) var staðfest að skálinn væri ekki yngri en frá árinu 900. Þar með er hann með elstu staðfestu mannvistarleifum sem fundist hafa á íslandi. Á svæðinu sem kortlagt hefur verið m.a. með jarðsjártæki sáust fyrir utan skálann fleiri rústir sem talið er að séu útihús og skemmur. Þarna er því augljóslega um mikil menningarverðmæti að ræða sem 5. bekkingar fengu að fræðast um. Þann 27. maí fór bekkurinn síðan í námsferð að Alviðru.
Fleiri myndir úr ferðunum er að finna í myndasafni skólans.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School