12. mars 2009

5. bekkur í undirbúningi fyrir Vindahátíð

Vindhátíð á Reykjanesi
Samvinna Stóru-Vogaskóla og Grunnskólans í Sandgerði
 
Í marsmánuði munu nemendur á miðstigi eða 5.,6., og 7. bekk skólanna  vinna að þemaverkefni þar sem þemað er vindurinn.
Nemendur í  5. bekk beggja skóla unnu saman þann 5. mars í Grunnskólanum í Sandgerði. Þar voru unnin verk  sem svífu í vindi. 
Aðalleiðbeinandi smiðjunnar var Pétur Örn Friðriksson  myndlistamaður.
 
Nemendur í 6. bekk beggja skóla munu síðan vinna saman þann 12. mars í Grunnskólanum í Sandgerði.  Þar verða unnin verk sem gefa frá sér hjóð í vindi.  Aðalleiðbeinandi smiðjunnar verður Valgerður Guðlaugsdóttir  myndlistamaður.
 
Nemendur í  7. bekk beggja skóla munu síðan vinna saman þann 19. mars í Stóru-Vogaskóla.  Þar verða unnin verk sem hreyfast í vindi.  Aðalleiðbeinandi smiðjunnar verður Anna Hallin myndlistamaður.
 
Þann 27. mars klukkan 13:00 til 14:30 mun svo verða haldin lokahátíð við Stóru-Vogaskóla í Vogum.  Þar munu nemendur beggja skóla sýna skólafélögum, foreldrum og öllum sem vilja sjá, verk sín og virkni þeirra.  Eftir sýningu verða til sölu inni í skólanum kökur sem 9. og 10. bekkir skólanna bökuðu.
 
Verkefnið hlaut styrk frá Menningarráði Suðurnesja. Sjá myndir á myndasafni skólans.
 
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School