23. febrúar 2009

5. bekkur safnar fyrir ABC hjálparstarfið

Mikilvægt verkefni í Stóru-Vogaskóla

Síðustu daga og þá næstu eru börnin í 5.bekk að safna peningum fyrir ABC hjálparstarf í landsátakinu Börn hjálpa börnum.  Að þessu sinni verður safnað fyrir skólamáltíðum fyrir börnin í ABC skólunum en vegna lágs gengis íslensku krónunnar og hækkandi matarverðs í heiminum hefur verið erfitt að mæta kostnaði vegna matarkaupa. Skólamáltíðin er oft eina máltíð barnsins og er því mjög mikilvægt að geta veitt börnunum staðgóða máltíð í skólanum. Lang flest börnin í bekknum hafa tekið þátt og eru mörg þeirra búin að klára verkið.
Það er mikilvægt fyrir börnin að fá að kynnast aðstæðum barna í örðum löndum.  5. Bekkur hefur verið örðum nemendum góð fyrirmynd og við getum öll verið stolt af þeim.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School