5. bekkur slær í gegn
Nemendur 5. bekkjar sló gjörsamlega í gegn þegar þeir sáu um skemmtiatriðin í Tjarnarsal í dag. Dagskráin var mjög fjölbreytt, leikrit, dansatriði, ljóðalestur og tónlistaratriði. Allt fór þetta fram undir styrkri stjórn Hilmars kennara. Góðir kynnar voru þær Gígja og Freydís. Fjöldi gesta voru mættir og skemmtu þeir sér vel. Samverunni lauk síðan með kröftugum fjöldasöng við undirleik Þorvaldar Arnar náttúrufræðikennara. Sjá fleiri myndir á myndasafni skólans.