30. október 2009

6. bekkur með náttúrufræðisýningu

Frá nemendum 6. bekkjar og kennara:

Þriðjudag 3. nóv. kl. 8 um morguninn höldum við sýningu fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Við ætlum foreldrum og systkinum tímann 8 - 8:30 en eftir það mega nemendur yngri bekkjar koma að skoða. Nemendur hafa gert spjöld sem hanga uppi á vegg og svo verður fjör kringum lifandi gróður og dýr í keri í stofunni sem við skoðum í víðsjá og smásjá. Nemendur eiga að sýna og útskýra fyrir fjölskyldunum og yngri nemendum hvað við höfum verið að gera í vetur. Þetta tekur stutta stund. Endilega kíkið við hver sem getur.
Með kveðju,  Þorvaldur Örn og nemendur 6. bekkjar
Hér að neðan gefur að líta nemendur við undirbúninginn:

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School