Aðalfundur Foreldrafélagsins
Stjórn foreldrafélags Stóru-Vogaskóla
boðar til aðalfundar félagsins 1. október kl. 20:00 í Álfagerði
Dagskrá:
1. Hefðbundin aðalfundarstörf – Sitjandi stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir félagið.
2. Geir Gunnar Markússon flytur okkur léttan pistil um heilbrigt mataræði með sérstakri áherslu á innkaup. Geir er næringarfræðingur og rekur fyrirtækið Heilsugeirann. Einkunnarorð hans eru:
Holl næring - Markviss hreyfing -
Hraustur líkami - Heilbrigð sál.
3. Svava Bogadóttir skólastjóri og Hálfdan Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri fjalla um skólavogina og heimanámsstefnu Stóru-Vogaskóla.
Nýtum frábært tækifæri til að fræðast í skemmtilegum pistli um eina helstu orkuuppsprettu barnanna okkar, hvað er á döfinni í skólanum o.fl.
Léttar veitingar verða í boði foreldarfélagsins.
Stjórn Foreldarfélags Stóru-Vogaskóla