Ævar vísindamaður í heimsókn
Í tilefni af lestrarátaki í 5.-7. bekk kom Ævar vísindamaður í skólann og las upp úr nýrri bók sinni Skólaslit 2: Dauð viðvörun. Í framhaldi svaraði hann spurningum nemenda. Afhenti hann skólanum nokkrar bækur að gjöf. Eftir upplesturinn myndaðist biðröð nemenda á bókasafninu sem vildu fá bókina lánaða.