26. apríl 2010

Afhjúpun listaverks á Comeniusardegi

Á Comeniusardegi var við skemmtilega athöfn afhjúpað nýtt listaverk við Stóru-Vogaskóla. Listaverkið er afrakstur vinnu við comeniusarverkefnið ,,The World Around Us" en það var samvinnuverkefni 5 landa (Noregur, Tékkland, Belgía, England og Ísland) á árunum 2007 - 2009. Það voru nemendur 4. bekkjar á síðasta ári sem unnu þetta listaverk sameiginlega undir leiðsögn Valgerðar Guðlaugsdóttur myndmenntakennara. Við afhjúpunina mætti Valgerður með 6 vikna gamlan son sinn og tók þátt í að svipta hulunni af listaverkinu ásamt þeim Ingu Sigrúnu Atladóttur og Sigríði Rögnu Birgisdóttur sem voru stjórnendur verkenisins. Andri Þorsteinsson húsvörður sá um uppsetningu. Nemendur skólans fylgdust spenntir með þegar listaverkið sá dagsins ljós og sungu síðan saman Krummi svaf í klettagjá en það er einmitt hluti af því comeniusarverkefni sem skólinn tekur þátt í um þessar mundir með skólum á Ítalíu og Tyrklandi.

Fleiri myndir má sjá í myndasafni á heimasíðunni.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School