8. október 2009

Ákall frá námsveri Stóru-Vogaskóla

Í Stóru-Vogaskóla hefur verið stofnað námsver og er það ætlað nemendum með sérþarfir. Sumir nemendur eru á undan í námi, aðrir á eftir og öðrum hentar betur að vinna í smærri hópum. Í námsveri reynum við að mæta þörfum þessara ólíku nemenda. Á tímum aðhalds og sparnaðar leitar námsverið eftir aðstoð samfélagsins við gagnaöflun. Það er ýmislegt sem fólk lumar á og ætlar jafnvel að losa sig við. Það sem okkur vantar helst er til dæmis: sófi, tölva, myndbandstæki, dvd spilari, skarttengi, púsl, allskonar spil, bækur og blöð(gamalt og nýtt) fyrir lesara á öllum aldri með mismunandi lestrargetu.

Hafa má samband við okkur eða skrifstofu skólans lumi fólk á einhverju af eftirtöldu eða jafnvel einhverju öðru sem hugsanlega gæti nýst okkur.

 

Með fyrirfram þakklæti fyrir velvild og samstarf.

Starfsmenn námsvers Stóru- Vogaskóla,

G. Ingibjörg Ragnarsdóttir – ingibjorg@vogar.is

Kristín Hulda Halldórsdóttir – kristinh@vogar.is

Halla Guðmundsdóttir – hallagud@vogar.is

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School