15. maí 2013

Allir öruggir heim

Slysavarnarfélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðarál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Elflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Umferðarstofu og Þekkingu, gáfu 1. bekk endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum. Allir nemendur 1. bekkjar á landinu fá slík vesti.

Þema þessa verkefnis er "Allir öruggir heim" því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og ekki síst þau sem eru að hefja skólagöngu sína.

Kristinn Björgvinsson og Jóhann Ingimar Hannesson frá Björgunarsveitinni Skyggni komu í heimsókn í 1. bekk og afhentu vestin. 1. bekkur dreif sig svo í vettvangsferð í leikskólann.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School