9. september 2011

Alþjóðadagur læsis 8.september

 
 Sameinuðu þjóðirnar hafa frá árinu 1965 helgað þennan dag málefnum læsis en læsi er nú skilgreint af SÞ sem  grunnlífsleikni. Íslendingar hafa getað boðið börnum sínum tækifæri til lestrarnáms en til að viðhalda lestrarfærni þarf að iðka lestur. Þess er vænst að landsmenn íhugi þau lífsgæði sem felast í því að geta lesið og tjáð sig í rituðu máli.
Alla skóladaga ársins eru nemendur að lesa á einn eða annan hátt. Þeir eru ýmist í lestrarnámi, lestrarþjálfun, æfa hljóðlestur, upplestur, lesa til að afla sér upplýsinga og þekkingar.
Að geta lesið sér til gagns og gamans er okkur öllum nauðsynlegt.
Í tilefni af alþjóðadegi læsis voru staðsettir bókavagnar á göngum yngsta stigs, miðstigs og unglingastigs. Kl. 10:15 opnuðu síðan kennarar stofurnar,  nemendur völdu sér bækur til að lesa og skoða á ganginum, í setustofunni eða inni í kennslustofum. Einhverjir tóku þær með sér heim.
Nemendur hafa að sjálfsögðu aðgang að bókum á bókasafninu alla virka daga en að bjóða nemendum bækurnar á nýjum stað á nýjum tíma getur virkað spennandi og hvetjandi. Að minnsta kosti vakti þessi uppákoma bæði athygli og ánægju hjá nemendum.
Már á bókasafninu  ítrekar  það að bókasafnið er opið til kl. 15 alla virka daga og eru nemendur velkomnir þangað að loknum skóladegi til að lesa eða velja sér bækur.
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School