Bátur Stóru-Vogaskóla fékk verðlaun
Bátur Stóru-Vogaskóla vakti athygli.
Það mættu 13 nemendur úr stóru-Vogaskóla í keppni og skemmtun í Akurskóla í gær, 14. maí. Auk okkar voru lið frá Myllubakkaskóla, Heiðaskóla, Njarðvíkurskóla, Holtaskóla og tvö frá Akurskóla.
Báturinn sem okkar lið hannaði og smíðaði sigldi greitt yfir laugina, hitti nánast í mark og var næst fljótastur. Hann stóðst allar kröfur, t.d. um stærð og að nota vistvæna orku, og var verðlaunaður fyrir hönnun og virkni.
Þriggja manna reiptogsliðið okkar lenti í lauginni eftir langa og æsispennandi keppni. Sannaðist þá að enginn er verri þótt hann vökni!
Að lokum kepptu 8 manna lið í að leysa 10 vísindaþrautir og náði þar næstbestum árangri. Þar reyndi á að vera samtaka og fljótur að hugsa.
Krakkarnir tóku sig vel út í svörtu keppnisbolunum og hegðun öll til fyrirmyndar.
Hér sést hluti hópsins frá Stóru-Vogaskóla: Birta, Petra, Steinar, Ágústa, Særós, Ólöf og Eyþrúður. Fleiri myndir.