Bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7.bekk
Þann 9. apríl fór bekkjarkeppni Stóru upplestrarkeppninnar fram í Stóru-Vogaskóla. Eftir frábæran lestur nemenda á sögunni Stormsker eftir Birki Blæ Ingólfsson og völdum ljóðum eftir Jón Jónsson úr Vör, settust dómarar keppninnar yfir það vandasama hlutverk að velja þá þrjá sem munu keppa fyrir hönd skólans á lokahátíð keppninnar síðar í apríl. Þau sem voru valin til þátttöku í lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar voru Aljosa Dedeic, Margrét Þorsteinsdóttir og Tara Malín Árnadóttir. Óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Í lokakeppninni, sem fram fer í Sandgerðisskóla þann 18. apríl, munu þau etja kappi við nemendur er báru sigur úr bítum úr Gerðaskóla, Grunnskóla Grindavíkur og Sandgerðisskóla.