Comeniusardagur í Stóru-Vogaskóla
Mánudaginn 26. apríl verður Comeniusardagur í Stóru-Vogaskóla. Slíkur dagur hefur verið haldinn með ýmsu sniði undanfarin ár og er það í tengslum við hin ýmsu Comeniusarverkefni sem skólinn hefur tekið þátt í. Meginþema dagsins tengist því samstarfsverkefni sem nú er í gangi með skólum í Tyrklandi og á Ítalíu en auk þess verður við þetta tækifæri afhjúpað listaverk sem nemendur unnu í verkefninu The World Around Us sem stóð yfir árin 2007 – 2009 og var unnið með skólum í Noregi, Englandi, Tékklandi og Belgíu. Listaverk þetta nefnist vinátta og var unnið af nemendum 4. bekkjar á skólaárinu 2008 – 2009 undir leiðsögn og stjórn Valgerðar Guðlaugsdóttur myndlistarkennara. Verður listaverkið sett upp á einn af útveggjum skólans.
Dagskrá Comeniusardagsins verður sem hér segir:
Tjarnarsalur kl. 08:00
1. Ávörp: Svava Bogadóttir skólastjóri / Róbert Ragnarsson bæjarstjóri
2. Kynning á vefsíðu núverandi Comeniusarverkfefnis – Helgi Hólm
3. Söngur nemenda í 3. og 4. Bekk undir stjórn Hannesar Hjálmarssonar og Írisar Andrésdóttur umsjónarkennara
4. Afhjúpun listaverks (um kl. 08:50)
Í stofum kl. 09:35 – 10:55
Nemendur 3.og 4. bekkjar vinna að eftirfarandi verkefnum
o Sofðu unga ástin mín - hughrifsteikningar eða stuttar setningar settar á blað og svo á vegg
o Friður og jafnrétti - hugstormun og hugtakakort