2. júní 2010
Comeniusarfundur í Konya í Tyrklandi
S.l. mánudag lagði hópur kennara úr Stóru-Vogaskóla af stað áleiðis til borgarinar Konya í Tyrklandi. Tilgangurinn með förinni var að hitta samstarfsfólkið í núverandi comeniusarverkefni (sjá heimasíðu ). Þeir sem eru í hópnum eru Marc Portal, Kristín Hulda Halldórsdóttir, Vilborg Diljá Jónsdóttuir, Íris Andrésdóttir og Hannes Birgir Hjálmarsson. Í skeyti frá hópnum segir m.a.:
Fórum í skólann í dag og hittum krakkana og kennarana. Diljá kenndi heilum bekk að þæfa ull og búa til bolta og síðan skárum við munn og límdum augu á.
Þar næst fórum við í heimavistarskóla sem er fyrir munaðarlaus börn og að því loknu aftur til baka og hittum 4. bekkinn sem er í verkefninu og ræddum aðeins við þau og afhentum þeim gjafir frá 3. og 4. bekk í Stóru-Vogaskóla Þau voru afar ánægð með heimsóknina!-) Fundarhöld hefjast svo á morgun (miðvikudag) en ítalski hópurinn var að birtast í kvöld. Myndir frá hópnum eru væntanlegar.