Comeniusarheimsókn til Noregs
S.l. miðvikudag fóru Valgerður, Marc og Helgi til fundar við samstarfsfólk okkar í Comeniusverkefninu - The World Around Us. Þetta er í síðasta skipti sem hóparnir hittast og nú kom það í hlut Norðmanna að vera gestgjafar. Fundarstaðurinn var Straumen Skule og Skjoldastraumen Barnehage í Tysvær kommune í nágrenni Haugasunds. Þegar þetta er skrifað hafa fundir staðið yfir í tvo daga og hafa þeir gengið mjög vel. Við höfum fengið tækifæri til að hitta flesta nemendur og starfsmenn beggja skólana. Myndir má sjá á í myndaalbúmi skólans.
Marc og Helgi á ströndinni við leikskólann. Valgerður tók myndina.