9. maí 2011

Comeniusfundur í Martina Franca

 Í dag hófst síðasti fundurinn í Comeniusverkefni Stóru-Vogaskóla með Konya í Tyrklandi og Martina Franca á Ítalíu. Fundurinn er haldinn í Scuola 1°Circola Marconi. Eftir fyrsta vinnufundinn  hátíðarsýning af hálfu nemenda skólans sem fluttu ítölsk, tyrknesk og íslensk verk sem þau hafa unnið með þau tvö ár sem verkefnið hefur staðið yfir. Fulltrúar Stóru-Vogaskóla á fundinum eru Marc Portal, Hannes Birgir Hjálmarsson og Helgi Hólm. Frá Tyrklandi komu sex kennarar og fimm nemendur úr unglingadeild. Næstu daga verður unnið að lokaskýrslu um verkefnið auk þess sem þátttakendum gefst tækifæri til að kynnast Martina Franca og næsta umhverfi. Myndir verða settar á heimasíðu verkefnisins

fljótlega.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School