Comeniusfundur í Stóru-Vogaskóla
Dagana 4. - 8. september mun standa yfir heimsókn samstarfsskóla Stóru-Vogaskóla í comeniusarverkefninu sem skólinn er þátttakandi í árin 2010 - 2011. Hinir erlendu þátttakendur koma frá ítölsku borginni Martina Franca (8 þátttakendur) og tyrknesku borginni Konya (tveir þátttakendur). Meðan á heimsókninni stendur verður fundað í sambandi við verkefnið. Samskiptatungumálið á fundunum er enska og má hér sjá dagskrá heimsóknarinnar á því tungumáli. Gerð hefur verið heimasíða í tengslum við þetta comeniusarverkefni og hægt er að komast inn á hana hér. Gestirnir munu hér hafa tækifæri til að kynnast þeim nemendum skólans sem taka þátt í verkefninu sem og skoða sig um hér í Vogum sem og á öðrum áhugaverðum stöðum.