Dagskrá árshátíðar Stóru-Vogaskóla
Árshátíð skólans verður haldin á morgun, fimmtudaginn 25. mars. Fer hún fram á sal skólans og hefst kl. 17:00. Árshátíðin verður í tveimur hlutum þar sem 1. - 5. bekkur sýna sín atriði kl. 17:00 en 6. - 10. bekkur sýna sín atriði kl. 19:30. Á dagskránni eru mjög fjölbreitt atriði, mörg leikrit og mikill söngur. Áhorfendum er vinsamlegast bent á að mæta með góðum fyrirvara því ávallt tekur dágóðan tíma að koma öllum fyrir. Minnt er á veitingasölu nemenda sem verður í hléum.