18. nóvember 2008

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni að degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember var mikið um að vera í Stóru-Vogaskóla mánudaginn 17. nóvember. Kennarar voru með fræðslu um Jónas Hallgrímsson, ljóðelskur kennari tók að sér að fara með Gunnarshólma og útskýra hugmyndafræði og merkingu kvæðisins. Nemendur í 7. bekk höfðu allir sem einn æft sig í upplestri og lásu fyrir nemendur 1.-4. bekkjar. Einnig hefur á undanförnum vikum verið unnið að ritgerð um Jónas Hallgrímsson í 7. bekk og verður afraksturinn settur á vef skólans öðrum til yndisauka.

Á efsta stigi var samfelld dagskrá á sal um miðjan morgun og þar lásu nemendur úr 9. og 10. bekk ljóð og nemendur úr 8. bekk léku kafla úr Laxdælu.

Sjá má myndir frá upplestri 7. bekkjar á myndasíðunni.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School