26. maí 2015

Dagur umhverfisins í Stóru-Vogaskóla

 Nýlega var haldinn árlegur umhverfisdagur skólans. Þá lögðu nemendur sitt af mörkum við að fegra og snyrta bæinn sinn. Hver bekkur hafði sitt afmarkaða svæði til umráða, hreinsað var rusl í fjörunni, lóð skólans, Aragerði, Vogatjörn, götum og opnum svæðum. Umhverfisnefnd skólans sem skipuð er nemendum úr 5 – 10. bekk og starfsfólki bætti mold í beð sunnan við skólahúsið og gróðursetti berjarunna, jarðarberjaplöntur og aðrar matjurtir, einnig var sáð nokkrum tegundum af matjurtafræi. Væntingar um uppskeru í haust ef sumarið verður hlýtt og sólríkt. Allir lögðu sig fram við að vanda vinnu sína, enda sést árangurinn í hreinni og snyrtilegri bæ.

       

Sjá fleiri myndir á myndasíðu skólans.

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Mentor
  • Twinning School