23. apríl 2010

Dagur umhverfisins í Vogum sunnud. 25. apríl

 
Leiðsögn fyrir börn og fullorðna kl. 10 - 13 við Stóru-Vogaskóla
 
Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert á Íslandi. Í ár er hann tileinkaður líffræðilegri fjölbreytni. Efnt verður til fjölda viðburða víða um land af þessu tilefni.
 
Hér í Vogum munu líffræðingar og líffræðinemendur sem búsett eru í sveitarfélaginu bjóða fólki að koma og skoða fjölbreytt líf í Vogafjöru og Vogatjörn. Þar iðar allt af lífi ef vel er að gáð. Farfuglarnir fylkjast nú til landsins og margir dvelja um stund í fjörunni til að fá góða næringu eftir langt flug. Alls kyns þörungar vaxa og dafna þegar dagsbirtan eykst og smádýrin sem á þeim lifa sömuleiðis.
 
Það verður ,,opið hús" í náttúrufræðistofunni í Stóru-Vogaskóla og í fjörunni og tjörninni þar fyrir utan. Leiðbeinendur verða Olga Björk Friðriksdóttir, Eric Dos Santos, Guðrún Kristín Ragnarsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason og nokkrir nemendur við Stóru-Vogaskóla.
Skólinn lánar smásjár, sjónauka o.fl. sem til þarf.
Þeir sem eiga sjónauka mættu gjarna hafa þá með. Munið að vera í hlýjum útifötum.
 
Líffræðingarnir í Vogum
  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School