30. nóvember 2017

Desemberskipulag

Desemberskipulag

 

Desemberskipulag

---

Stóru-Vogaskóla 2017

 

 

 

v   1. desember –föstudagur – Samvera hjá 1. bekk kl. 8:40

v   6. desember – miðvikudagur – Jólaföndur til hádegis

 – Skertur nemendadagur – sjá skipulag neðar

v   8. desember –föstudagur - Söngsamvera jólalög kl.9:00

v   8. desember – föstudagur – Jólafatadagur (t.d peysa, spöng, hálsmen)

v 12. desember – þriðjudagur - Söngsamvera jólalög kl. 9:00

v 12. desember – þriðjudagur - Jólatónleikar tónlistarskólans

kl.17:30 – sjá nánar neðar

v 13. desember – miðvikudagur – Söngsamvera jólalög kl. 9:00

v 15. desember – föstudagur - Söngsamvera jólalög kl. 9:00

v 20. desember -  -  - LITLU JÓLIN -  -  - sjá skipulag neðar

v   3. janúar – skóli byrjar aftur samkvæmt stundaskrá

 

 

Jólaföndurdagur

 

Mæting kl: 08:00.

Börnin hafa þegar valið tvær mismunandi stöðvar sem þau fara á milli. Allir starfsmenn skólans taka þátt og við hjálpumst öll að og höfum gaman að. Foreldrar eru velkomnir í heimsókn til að sjá jólastemninguna og /eða vera með. Nemendur þurfa að hafa með sér límstifti/föndurlím, skæri og liti og mæta í málningarfötunum eða með skyrtu til að bregða sér í utanyfir fötin.  Einnig er gott að hafa með sér nesti. 

clip-art-crafts-805649[1]

Að  loknu jólaföndri fara börnin í hádegismat, nemendur í 5.-10. bekk um

kl. 11:00 og nemendur í 1.- 4. bekk um kl. 11:30-12:00 . Að loknum hádegismat fara nemendur heim. Þeir nemendur sem eru í Frístund fara beint þangað.

 

 Jólatónleikar tónlistarskólans

 

Jólatónleikar Tónlistarskóla Sveitarfélagsins Voga verða þriðjudaginn 12. desember klukkan 17:30 í Tjarnarsal.

 Píanónemendur leika á flygilinn og skólakór Stóru-Vogaskóla mun

 syngja nokkur lög.

---

 Litlu jól í Stóru-Vogaskóla 2017    

 

 

Miðvikudagurinn 20.desember verða litlu jólin haldin hátíðleg í skólanum.  Á litlu jólunum reynum við að hafa notalega jólastemningu og það er skemmtilegt ef börnin geta komið í betri fötunum sínum.  Skemmtunin hefst með stofujólum klukkan 10:00 þar sem hver nemandi mætir til umsjónarkennara í sína heimastofu.  Börnin mega koma með kerti að heiman og stöðugan kertastjaka.  Stofujólin hefjast með því að kveikt er á kertunum, síðan les kennari jólasögu á meðan börnin borða saman.  Nemendur mega koma með gos/djús og kökur eða sælgæti.  Eftir lestur jólasögunnar er jólakortum dreift ef þau eru til staðar, þau lesin og skoðuð. 

 

Að síðustu er lukkupökkum dreift. 

Þennan dag koma börnin með lítinn jólapakka (innihaldið má ekki kosta meira en 1000 kr.).  Endilega gætið þess að gjöfin geti verið fyrir stelpu eða strák, sé hlutlaus.

 

Eftir þetta er farið inn á sal, um kl.11:00, þar sem gengið er í kringum jólatréð og sungin jólalög, hugsanlega koma jólasveinar með eitthvað góðgæti.  Litlu jólunum lýkur klukkan 11:30, þá fara öll börnin heim og hefst þar með jólafrí í skóla og Frístund.

 

Athugið að enginn hádegismatur verður þennan dag.  Foreldrar og systkini eru velkomin á jólaballið ef þau hafa tök á, yngri systkini verða að koma í fylgd fullorðinna.

Skólinn hefst aftur að loknu jólafríi 3. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá.

 

Okkar bestu óskir um gleðileg jól og þakkir fyrir samstarfið á árinu.

 

 

                                               Starfsfólk Stóru-Vogaskóla

  • Vogar
  • Saft
  • Heimili og skóli
  • Barnaheill
  • Grænfáninn
  • Mentor
  • Twinning School